Þyngsta frumefnið
Kannski, já,
mjög líklega,
var ég settur hér niður
til að ölvast
af lífi þínu,
hjartslætti,
brosinu, málrómnum,
skóstærð, kynlífi, gæsku þinni
og svikum,
fyllast og ölvast af þrá,
ljóma síðan það ákaflega
að þú tækir að þrá
þitt eigið líf
Bækur eftir sama höfund

