Englatréð

Englatréð

Þrjátíu ár eru liðin síðan Greta yfirgaf Marchmont Hall og fallegar hæðirnar í Monmouthshire. Í aðdraganda jóla snýr hún loks aftur, í boði gamals vinar síns, Davids Marchmont, en Greta man ekki fyrri tengsl sín við húsið – það er afleiðing skelfilegs slyss sem hefur eyðilagt meira en tvo áratugi af lífi hennar. Á gönguferð um vetrarlandslagið rekst hún á gröf í skóginum og veðruð áletrunin nefnir aðeins að lítill drengur sé grafinn þar. Gröfin kveikir eitthvað djúpt innra með henni og með hjálp Davids byrjar hún að setja saman brot úr ekki aðeins eigin sögu, heldur einnig sögu dóttur sinnar, Chesku, sem var fórnarlamb hörmulegra aðstæðna sem hún réð ekki við. Og alls ekki engillinn sem hún virtist vera …

Englatréð er grípandi fjölskyldusaga um minningar, ást og von – saga sem nýtur sín best á löngum vetrarkvöldum.

Lucinda Riley er höfundur bókaflokksins um systurnar sjö sem fangað hefur hug og hjörtu íslenskra lesenda. Englatréð er sjálfstæð skáldsaga.

Herdís Magnea Hübner þýddi úr ensku.

Bækur eftir sama höfund

No Results Found

The page you requested could not be found. Try refining your search, or use the navigation above to locate the post.

Síðasta sumar lífsins

Síðasta sumar lífsins

Síðasta sumar lífsins er ljóðsaga sem segir frá tveimur elskendum sem eru staddir á ónefndri sólríkri eyju. Bókin hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2025.

Fyrir vísindin

Fyrir vísindin

Vísindakonan tekur vinnuna aldrei með sér heim / getur ekkert að því gert að sum hús / eru í eðli sínu tilraunastofur / þakrenna dropamælir / þröskuldur loftvog / gluggi smásjá / glerskápur jarðskjálftamælir.

Anna Rós kveður sér hljóðs með vísindalegri nákvæmni í sinni fyrstu ljóðabók. Árið 2025 hlaut hún Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóðið Skeljar.

Þyngsta frumefnið

Þyngsta frumefnið

Kannski, já,

mjög líklega,

var ég settur hér niður

til að ölvast

 

af lífi þínu,

hjartslætti,

brosinu, málrómnum,

skóstærð, kynlífi, gæsku þinni

og svikum,

fyllast og ölvast af þrá,

ljóma síðan það ákaflega

að þú tækir að þrá

 

þitt eigið líf

 

Bækur eftir sama höfund

No Results Found

The page you requested could not be found. Try refining your search, or use the navigation above to locate the post.

Mig langar svo í krakkakjöt

Mig langar svo í krakkakjöt

Hvað eiga krókódílamamma og krókódílapabbi að taka til bragðs þegar Grettir litli krókódíll segist ekki vilja borða neitt nema … krakkakjöt? Hæfilega skelfileg og skemmtilega myndskreytt frönsk barnabók sem fullorðnir nenna að lesa aftur og aftur. Og aftur.