Kvöldið sem hann hvarf

Kvöldið sem hann hvarf

Móðir og faðir Noru Noone deyja bæði af slysförum með stuttu millibili. Sorgin hefur mikil áhrif á líf hennar ekki síst þegar hálfbróðir hennar heldur því fram að dauði Liam föður þeirra, ríks hótelkeðjueiganda, hafi ekki verið slys.

Nora samþykkir með semingi að kanna málið og kemst fljótt að því að það er ekki allt með felldu. Faðir hennar virðist hafa búið yfir leyndarmáli sem hann sagði ekki börnum sínum frá en var rauði þráðurinn í lífi hans.

Leið systkinanna liggur þvert yfir Bandaríkin frá New York til Kaliforníu í leit að vísbendingum. Á meðan þarf Nora að reyna að gera upp við sig hvort hún vilji bjarga sambandinu við unnusta sinn.

Var faðir hennar myrtur? Hver var þá morðinginn? Hvaða leyndarmáli bjó faðir hennar yfir?

Metsölubókin Það síðasta sem hann sagði mér eftir sama höfund kom út á íslensku 2022.

Valin af bókaklúbbi Reese Witherspoon.

Sjónvarpsþættir gerðir eftir bókinni með Jennifer Garner í aðalhlutverki hafa slegið í gegn.

Arnar Matthíasson þýddi úr ensku.

Mara kemur í heimsókn

Mara kemur í heimsókn

Mara kemur í heimsókn fjallar um heimkomu til Rússlands eftir langa fjarveru, en er um leið uppgjör við pólitískt og menningarlegt ástand.

Natasha S. er íslenskur rithöfundur af rússneskum uppruna sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir ljóð sín og greinar. Hún sló eftirminnilega í gegn með útgáfu fyrstu ljóðabókar sinnar Máltaka á stríðstímum, en fyrir hana hlaut hún Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Natasha hefur einnig verið öflugur talsmaður skálda af erlendum uppruna á Íslandi og ritstýrði ljóðasafninu Pólífónía af erlendum uppruna og ritgerðasafninu Skáldreka.

Bækur eftir sama höfund

Rúmmálsreikningur III

Rúmmálsreikningur III

Rúmmálsreikningur III er þriðja bindi af sjö í skáldsögu Solvej Balle um Töru Selter sem situr föst í nóvemberdegi. Höfundurinn hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2022 fyrir fyrstu þrjú bindin sem nú eru öll komin út á íslensku í þýðingu Steinunnar Stefánsdóttur.

„Hann segist vera að reyna að venjast því að borða úrgang. Hann áttar sig alveg á að við notum heiminn upp til agna. Hann hefur séð það: tómu hillurnar. Hann hefur séð rétti strokaða út af töflum veitingastaða og kaffihúsa og hann hefur séð litlu plastpakkningarnar með apríkósumauki klárast af morgunverðarhlaðborði hótels en þá færði hann sig á annað hótel.“

****1/2

„Þessi reynslugjá reynist gjöfull jarðvegur fyrir miklar bókmenntir, því að hún getur af sér grundvallarspurningar um þau áhrif sem einstaklingsupplifun okkar af tíma og rúmi hefur á tilveru okkar og sambönd.“

Úr umsögn dómnefndar um bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.

 

Rúmmálsreikningur kemur nú út víða um heim, og er ekki skrýtið; þetta er áhrifarík og áleitin saga sem rýnir beið spenntur eftir að lesa áfram í þessum öðrum hluta verksins.”

Einar Falur Ingólfsson / Morgunblaðið

Bækur eftir sama höfund