Vikuspá

Vikuspá

„Að lesa Vikuspá er frábær leið til að læra íslensku“

– Úr formála Safa Jemai, frumkvöðuls

 

 Vikuspá geymir áttatíu og sex sögur á einföldu máli. Í stuttum og aðgengilegum frásögnum eru ólíkar atvinnugreinar kynntar. Hér er leikið með þá íslensku þjóðtrú að það geti haft áhrif á hvað barn taki sér fyrir hendur í framtíðinni á hvaða vikudegi það fæðist Sögupersónur takast á við þrautir og sigra í leit að hinum gullna meðalveg, milli frama og lukku. Sögurnar varpa ljósi á fegurð mannflórunnar og mikilvægi þess að þroskast og þróast í takt við tímann.

Vikuspá er sjálfstætt framhald af Árstíðum og Dagatali sem hafa notið mikilla vinsælda og verið kenndar víða á Íslandi sem og erlendis. Textarnir eru fjölbreyttir hvað varðar efnistök, form og stíl og flokkaðir eftir getustigi í samráði við sérfræðinga. Þar að auki fylgir viðauki með margskonar fróðleik um land og þjóð. Bókin nýtist jafnt við kennslu sem og til yndislestrar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bækur eftir sama höfund

Undantekningin

Undantekningin

Sagan hefst á gamlárskvöld, þegar Flóki, eiginmaður söguhetjunnar, kemur út úr skápnum og flytur til nafna síns og samstarfsmanns. Báðir eru þeir stærðfræðisnillingar og sérfræðingar í óreiðukenningunni.

Í kjallaranum býr dvergurinn Perla sem leggur stund á hjónabandsráðgjöf og ritstörf þótt hún hafi hvorki verið gift né sent frá sér bók.

Evrópsku bókmenntaverðlaunin Prix littéraire des Jeunes Européens.

Tilnefnd til Prix Femina-bókmenntaverðlaunanna í Frakklandi.

 

 

„Þetta er yndisleg bók, ljóðræn, fyndin og snjöll“

Information 

„Stórkostleg“ 

– Grazia

Rigning í nóvember

Rigning í nóvember

Ung kona sem talar 11 tungumál stígur upp úr volgri hjónasæng og heldur í ferðalag til að finna stað fyrir sumarbústað. Með í för er heyrnarlaust barn og í hanskahólfinu er happdrættisvinningur. Á leið hennar í nóvemberþoku verða þrír karlmenn og nokkur dýr.

Í bókinni eru 47 mataruppskriftir og ein prjónauppskrift.

Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar.

Tilnefnd til Prix Femina-bókmenntaverðlaunanna í Frakklandi.

Tilnefnd til Independent Foreign Fiction Prize í Bretlandi.

Töfrandi!

Guardian 

Ljóðræn og sérkennileg. Hefur allt sem skáldsaga þarf. Stórkostlegur höfundur.

Figaro

Afleggjarinn

Afleggjarinn

Tvítugur karlmaður heldur út í heim með þrjá rósaafleggjara í farangrinum. Heima skilur hann eftir kornabarn sem hann eignaðist með vinkonu vinar síns. Ófyrirsjáanlegir atburðir taka völdin á meðan söguhetjan glímir við karlmennsku sína, líkama, málfræði, ást, matargerð og rósarækt. Afleggjarinn sló eftirminnilega í gegn og hefur verið þýdd á yfir 30 tungumál.

Menningarverðlaun DV í bókmenntum.

Fjöruverðlaunin.

Frönsku bóksalaverðlaunin fyrir bestu erlendu skáldsöguna. 

Kanadísku bóksalaverðlaunin fyrir bestu erlendu skáldsöguna.

Tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

 

 „Óumdeilanleg bókmennta perla“ 

– Le Monde

★★★★★★ – „Töfrandi frásagnargaldur“

– Berlinske

Óhugsandi líf

Óhugsandi líf

Það sem við teljum töfra
er bara það sem við skiljum ekki enn

Ekkjan Grace Winters erfir óvænt hús á Ibiza eftir konu sem hún þekkti lauslega fyrir löngu síðan. Forvitnin verður skynseminni yfirsterkari og hún leggur land undir fót til að komast að því hver örlög kunningjakonu hennar urðu. Á eyjunni þar sem sólin gyllir strendur og hlýr andvari strýkur grýttar hæðir bíða hennar margar spurningar og furðuleg svör. Til að skilja sannleikann þarf hún að horfast í augu við fortíð sína og viðurkenna töfrana.

Saga um upphaf, von og töfrana sem leynast í því að taka áhættuna á nýju lífi. 

Matt Haig er höfundur alþjóðlegu metsölubókarinnar Miðnæturbókasafnið sem kom út á íslensku árið 2022. Óhugsandi líf hefur þegar komið út á yfir 20 tungumálum og er talin hafa sérlega góð áhrif á seratónínframleiðslu heilans.

Arnar Matthíasson þýddi úr ensku.

„Ævintýraferð full af spennu og óvæntri upplifun.“

The New York Times

„Hrá en hlý lofgjörð um það besta við að vera manneskja.“

Benedict Cumberbatch

Bækur eftir sama höfund