Óvissustig
Árstíðir koma og fara
meðan fólk leitar að vormerkjum og haustlitum.
Víða hefur kvarnast úr sparistelli
og margt sem ætlað var til bráðabirgða
er orðið að föstum punktum í tilverunni.
Óvissustig er fjórða ljóðabók höfundar sem hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir sitt fyrsta verk og hefur tvívegis hlotið tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.
2. sæti: Bóksalaverðlaunin, í flokki ljóða 2016
Kápuhönnun: Ólafur Unnar Kristjánsson
ISBN: 978-9935-488-03-9
60 bls.
Útgáfuár: 2016
Þórdís Gísladóttir
Kómíska hliðin er sú sem blasir við en bakvið hana skín iðulega í alvarlegri undirtóna sem skapa ljóðunum fjölbreytt blæbrigði.
Að lifa í spurningunni
… magnaður míkrókosmos þar sem misgallað fólk lifir lífinu eins vel og það getur miðað við aðstæður. Innsýn hennar í mannlífið gerir það að verkum að ljóðin standa lesandanum nær en oft er.
Þórdís Gísladóttir er eitt vinsælasta og víðlesnasta ljóðskáld landsins, þykir skemmtileg, beinskeytt og kaldhæðin í ljóðum sínum, og fjórða ljóðabók hennar, Óvissustig, er ekki líkleg til að breyta því áliti.