Óstöðvandi – Sara Björk

Sara Björk var kosin íþróttamaður ársins öðru sinni, þann 29. desember 2020! Með fullu húsi stiga! Þetta er sögulegt. Til hamingju, Sara Björk! 

Sara Björk Gunnarsdóttir er fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu og íþróttamaður ársins 2018. Hér segir Sara frá fótboltaferlinum, allt frá Pæjumótinu til úrslitaleiks Meistaradeildar Evrópu. Stelpa úr Hafnarfirði lagði allt í sölurnar til að láta drauma sína rætast og verða ein besta fótboltakona heims.

Einlæg og fallega myndskreytt frásögn um sigra og vonbrigði, átök utan vallar, samrýmda fjölskyldu og glímuna við kvíða.

Magnús Örn Helgason skrásetti.

 

 

Magnús Örn Helgason

skrásetti

Bókin er frumraun Magnúsar Arnar Helgasonar og óhætt að segja að verkið farist honum vel úr hendi. Þá er bókin vönduð að allri gerð og ríkulega myndskreytt.

Jón Þórisson

Fréttablaðið, FJÓRAR STJÖRNUR

Bókin fjallar ekki eingöngu um boltasparkið heldur líka lífið utan vallarins, þar sem ljóst er að Sara á góða fjölskyldu sem hefur stutt vel við bakið á henni.

Jóhann Ólafsson

Morgunblaðið, FJÓRAR STJÖRNUR

Bókin er skemmtilega uppsett og skreytt góðum myndum af núverandi landsliðsfyrirliða og liðsfélögum hennar, í nútíð og þátíð.

Jóhann Ólafsson

Morgunblaðið, FJÓRAR STJÖRNUR!

Pin It on Pinterest

Share This