Næsti

Eftir að hafa verið heimilislæknir í tuttugu ár, hefur Elín fengið sig fullsadda af umkvörtunum og óhamingju fólks. Hún er líka búin að fá nóg af manninum sínum, skíðaáhugamanninum Axel, og hvítvínsglasið sem hún lætur æ oftar eftir sér til að slappa af eftir langan dag er orðið á stærð við gullfiskabúr.

Í kjölfar endurnýjaðra kynna við gamlan kærasta í gegnum Facebook, tekur Elín að brjóta upp mynstrið sem hún hefur ratað í á fullorðinsárum … til þess að standa svo í rjúkandi rústum.

Næsti! Raunir heimilislækniser saga um djöfullegar afleiðingar sjálfsgagnrýninnar og þær dásemdir sem afneitunin hefur í för með sér. Þetta er þriðja skáldsaga Ninu Lykke, sem hlaut Norsku bókmenntaverðlaunin fyrir þessa bráðskemmtilegu sögu. 

Bjarni Jónsson þýddi úr norsku.

 

Nina Lykke

Beitt, athugul og ákaflega skemmtileg skáldsaga.

Adressavisen

– 6/6 stjörnur

Sannkölluð satíruveisla … Nina Lykke er alveg sérlega fyndin … þetta er gleðilestur.“

Information

Kunnuglegur vandræðagangurinn er í senn hlægilegur og hrollvekjandi.

VG

Pin It on Pinterest

Share This