Magnús Guðmundsson

Magnús Guðmundsson

Magnús Guðmundsson (f. 1968) er bókmenntafræðingur að mennt sem er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann starfaði sem tæknimaður í Þjóðleikhúsinu frá unglingsaldri og fram eftir tvítugsárunum þegar hann sneri sér að auglýsingamennsku. Þar fékkst hann við hugmynda- og textavinnu um árabil, auk þess að snúa sér að eigin ritstörfum og 2001 sendi hann frá sér skáldsöguna Sigurvegarinn. Magnús sneri sér síðar að blaðamennsku og starfaði m.a. sem ritsjóri menningar á Fréttablaðinu, auk þess að sinna verkefnum fyrir RÚV um þessar mundir.

Árið 2018 sendi Magnús frá sér bókina Stöngin út, ævintýralegt líf Halldórs Einarssonar í Henson.

Haustið 2021 sendi hann frá sér spennusöguna Hægt og hljótt til helvítis, í útgáfu Benedikts.

Hægt og hljótt
til helvítis

Pin It on Pinterest

Share This