Lofttæmi

Borg bróður míns
9

einu sinni ferðuðust flugvélar
milli tímabelta
fullar af handfarangri
og fríhafnarpokum

myndi þetta brotna í ókyrrð?
sögðu óttalausir farþegar

en flughrædda fólkið
gat ekki hugsað um neitt efnislegt
hausinn á þeim var eins og nisti
sem rúmar bara eina fjölskyldumynd

samkvæmt ritrýndum heimildum
er flughræðsla órökrétt
og kvíði æfing í þakklæti

Nína Þorkelsdóttir

Nína Þorkelsdóttir

Pin It on Pinterest

Share This