Kristín Ómarsdóttir

Kristín Ómarsdóttir

Kristín Ómarsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1962.

Kristín hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín. Skáldsagan Elskan mín ég dey var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 1999 og leikrit hennar, Ástarsaga 3, til Norrænu leikskáldaverðlaunanna.

 

Árið 2005 fékk hún Grímuverðlaunin sem leikskáld ársins fyrir leikritið Segðu mér allt. Fyrir ljóðabókina Sjáðu fegurð þína hlaut hún Fjöruverðlaunin árið 2008.

Hún hefur fengið fjölda tilnefninga til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, nú síðast fyrir skáldsöguna Milla (2012) og ljóðabókina Kóngulær í sýningargluggum (2017), en sú bók hlaut einnig Maístjörnuna og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Kristín Ómarsdóttir

Pin It on Pinterest

Share This