Hið heilaga orð
Þú ert veiðimaður. Þú finnur hana.
Ung kona hverfur af heimili sínu, frá nýfæddu barni. Lögreglan er ráðalaus, en fjölskyldan sendir bróður hennar að leita hennar. Til að leysa ráðgátuna þarf hann að rekja slóð hennar í framandi heimi og takast á við óvenjulega fortíð fjölskyldunnar.
Hið heilaga orð er bók um ástríður og lestur, flótta og ferðalög, og undursamleg völundarhús mannshugans.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir
Sigríði tekst með eindæmum vel að teyma lesendur áfram í gegn um söguþráðinn með óvæntum beygjum þegar síst er von á (…) feikilega vel skrifuð og þess virði að sökkva sér ofan í.
Intellektúel, tilfinningaþrungin. Flóknar og heillandi manngerðir. Skrýtið, en töfrandi líf. Rússíbanareið um sögu mannsandans í heimi nýrrar tækni. Listilega spunninn þráður. Spenna og samúð. Kynþokki. Næmni. Alþjóðleg sýn. Íslenskur veruleiki. Firnavel skrifað. Töff lýsingar. Fögur íslenska.
Hér er falleg og spennandi frásögn sem fer víða, ansi næm lýsing á systkinasambandi og þróun þess, og svo kann þessi kona svo vel að skrifa karla, engar silkislæður þar. Skemmtilegar eru lýsingarnar á Reykjavík í níunni, og fjölskyldumyndin sem hér birtist er fersk. Rammíslenskur lestrarhnignunartryllir með dassi af Da Vinci Code. Fyrir mína parta voru kaflarnir í útlöndum einna bestir og einhver tilfinning segir manni að Sigga sé á leiðinni til einhvers enn stærra.
Grípandi saga um flókin álitaefni sem fjallað er um af næmi, hugmyndaauðgi og dýpt.
Hugmyndadrifin spennusaga sem líkist vinsælum höfundarverkum Dans Brown. Bókin er karakterdrifin, þetta eru ofsalega vel teiknaðir karakterar. Afskaplega skemmtileg aflestrar.