Hetjusögur

aldrei urðu vötnin henni farartálmi

aldrei brast hana kjark

aldrei dró hún úr því að lagt væri á tæpasta vaðið

 

Ljóðin í bókinni eru ort upp úr ritinu Íslenskar ljósmæður I–III sem séra Sveinn Víkingur bjó til prentunar og kom út hjá Kvöldvökuútgáfunni á Akureyri 1962–1964. Þar eru prentaðir æviþættir og endurminningar 100 ljósmæðra.

Kristín Svava Tómasdóttir er fædd í Reykjavík 1985. Hún hefur sent frá sér þrjár ljóðabækur, síðast Stormviðvörun árið 2015, og sagnfræðiritið Stund klámsins. Klám á Íslandi á tímum kynlífsbyltingarinnar.

 

Kristín Svava Tómasdóttir

Ljósmæður þurftu að fara út hvernig sem viðraði, jafnvel í stórhríð að vetri um miðja nótt, til að leggja upp í ferð yfir fjöll, ýmist á hesti eða fótgangandi, til að sinna konum í fæðingu.

Kristín Svava í viðtali hjá Morgunblaðinu

Morgunblaðið, Kristín Heiða Kristinsdóttir

algerlega bráðskemmtileg lesning.

Egill Helgason

Kiljan 28.10.2020

Pin It on Pinterest

Share This