Hamingja þessa heims – riddarasaga
Hvað mun veröldin vilja?
Miðaldra sagnfræðiprófessor við Háskóla Íslands er sendur í útlegð í Dölunum eftir að hafa verið sakaður um óviðurkvæmilega framkomu við samstarfskonur sínar. Þar finnur hann áður óþekkt handrit sem varpar nýju ljósi á löngu liðna sögu.
Árið 1479 situr gamall maður í fjósi og skrifar í kappi við tímann og dauðann um atburði sem hann hefur orðið vitni að á langri ævi sem ritari, hirðskáld og hermaður í þjónustu Ólafar ríku Loftsdóttur, valdamestu konu landsins, og ættmenna hennar.
Fimmtánda öldin er öldin sem týndist í Íslandssögunni, þegar þjóðin lenti skyndilega í hringiðu evrópskra stjórnmála og viðskiptahagsmuna. Hér stíga helstu persónur hennar ljóslifandi fram; riddarar, skáld og sjóræningjar, hirðstjórar, biskupar og konungar, og margir atkvæðamestu kvenskörungar sem landið hefur alið.
Sagnfræðingurinn þarf að greiða úr heimildum um þessa gleymdu fortíð um leið og hann glímir við nútímann og spurningar hans um kynhlutverk, völd og slaufun; samfélagsmiðla, rafbílinn sinn og hvort hann eigi að fá sér Pizza Grandiosa í kvöldmatinn.
Þetta er skáldsaga um ástríður og upplausn, vægðarlausa valdabaráttu og vopnaskak, dauða og drepsóttir, en líka um það ólíkindalega ævintýri að vera manneskja.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir
Það er svo til marks um vald Sigríðar á frásögninni að lesandinn fylgir höfundinum hiklaust í samtölum og vangaveltum um sprungusveima og hvikuhólf án þess að tapa nokkurn tímann þræðinum.
Eldarnir er einstaklega vel skrifuð og ánetjandi saga … hættan sem býr bæði innra með söguhetjunni og í bullandi kvikuhólfum undir yfirborðinu er eins og sagan sjálf, áleitin og sterk.
[Eldarnir] er áberandi vel skrifuð.