Fræ sem frjóvga myrkrið

Í miðju herberginu, sófinn – hann minnir á leikfang í Barbie-húsi frá níunda áratugnum. Skræpóttur og doppóttur í senn, hrópandi allan viðbjóðinn sem hefur átt sér stað í herberginu. Fyrir ofan, í plastramma; eftirprentun af Renoir, siðaðar dömur sitja og drekka vín með betri borgurum í huggulegri bátsferð.

 

Eva Rún Snorradóttir er sjálfstætt starfandi sviðslistakona og ljóðskáld. Hún hefur áður sent frá sér tvær ljóðabækur: Heimsendir fylgir þér alla ævi og Tappi á himninum.

 

Fræ sem frjógva myrkrið fjallar meðal annars um nærfatakaup í sólarlandaferðum og far til að sýna þeim heima.

 


Kápuhönnun: Ólafur Unnar Kristjánsson
ISBN: 978-9935-488-34-3
80 bls.

Eva Rún Snorradóttir

Fræ sem frjóvga myrkrið er frumleg og fjölbreytt ljóðabók þar sem skáldið Eva Rún Snorradóttir bregður á leik með ýmis form, allt frá örleikritum til prósaljóða. Fyrri hluti bókarinnar er margradda lýsing á ferð vinkvenna til sólarlanda sem reynist í senn nöturleg og fyndin. Síðari hlutinn er einlægari og myndrænni og þar eru ljóð sem lýsa vináttu, sársauka, sjálfsuppgötvun og annarlegum heimi á áleitinn hátt. Þannig beitir Eva Rún ólíkum sjónarhornum og formum sem sameina hið ljóðræna og leikræna og nær með því að draga upp sterka og margræða mynd af heiminum sem hreyfir við lesandanum.

Dómnefnd Maístjörnunnar 2018

Ég var svo hrifin af þessari bók þegar ég las hana fyrst þegar hún var rétt nýútkominn að ég bara þurfti að lesa hana strax aftur og langaði að allir í heiminum myndu vita af henni … Ég fann að ég hafði svona þörf til að tala um þessa bók.

Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, leikkona og handritshöfundur

Orð um bækur

Pin It on Pinterest

Share This