Fjölærar plöntur
Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur og líffræðingur, Gurrý í garðinum, hefur unnið við garðyrkjutengd störf allan sinn starfsferil og frætt almenning um garðyrkju með margvíslegum hætti, í útvarpi, sjónvarpi og öðrum miðlum.
Í þessari bók fjallar Gurrý um fjölærar plöntur sem henta í íslenska garða en hún hefur lengi haft sérstakt dálæti á fjölæringum hvers konar. Flestar tegundir í bókinni eru vel þekktar í ræktun en innan um og saman við eru sjaldgæfari dýrindi.
Alls koma tæplega 180 tegundir við sögu í bókinni og eru hverri tegund gerð skil í máli og myndum á heilli opnu.
Ólafur Unnar Kristjánsson hannar.
Bergrún Adda Pálsdóttir á teikningar.
Texti og ljósmyndir: Guðríður Helgadóttir.
Isbn: 978-9935-32-120-6
488 bls. Mjúk kápa. Litprent.