Elskhuginn

Íbúar hverfisins fyllast óhug þegar kettir taka að hverfa og finnast illa útleiknir á ólíklegustu stöðum. Svona á ekki að gerast í hæglátu draumahverfi þar sem Rikke býr með eiginmanni og tveimur börnum í fallegu fjórbýli.

Svo finnst maðurinn á efri hæðinni myrtur.

Lögreglan og fjölmiðlar eru á sveimi og fólk kemst að því hvað það veit lítið um granna sína. Og jafnvel sína nánustu. Rikke þarf að eiga samtal sem mun annað hvort bjarga eða tortíma hjónabandi hennar.

Þá finnst enn einn dauður köttur.

Elskhuginn er önnur sakamálasaga höfundar en hennar fyrsta, Þerapistinn, kom út á 43 tungumálum: Þar á meðal íslensku.

Halla Kjartansdóttir þýðir úr norsku.

 

Helene Flood

Helene Flood er mætt á ný með hina fullkomnu afþreyingu. – Fimm af sex mögulegum stjörnum!

Adresseavisen

Umfram allt er Elskhuginn vel skrifuð og stíluð bók. Þerapistinn naut gífulegrar velgengni, þessi er sannarlega ekki eftirbátur hennar.

NRK

 

Pin It on Pinterest

Share This