Eldri konur
Ung kona gefur lesendum rapport af þráhyggju sinni fyrir eldri konum. Hún rekur líf sitt frá barnæsku til fullorðinsáranna gegnum frásagnir af konum sem hafa heltekið hana. Eldri konur er röntgenmynd af ástandi. Lesandi kynnist konunni með ólíkum brotum afsögu
hennar, uppvexti í flóknum heimilisaðstæðum, mismunandi vinnustöðum, vináttu, ástum, sigrum og ósigrum.
Eva Rún Snorradóttir hefur áður sent frá sér ljóðabækurnar Heimsendir fylgir þér alla ævi, Tappi á himninum og Fræ sem frjóvga myrkrið sem og sagnasveiginn Óskilamunir.
Eldri konur er hennar fyrsta skáldsaga.
Eva Rún Snorradóttir
Fræ sem frjóvga myrkrið er frumleg og fjölbreytt ljóðabók þar sem skáldið Eva Rún Snorradóttir bregður á leik með ýmis form, allt frá örleikritum til prósaljóða. Fyrri hluti bókarinnar er margradda lýsing á ferð vinkvenna til sólarlanda sem reynist í senn nöturleg og fyndin. Síðari hlutinn er einlægari og myndrænni og þar eru ljóð sem lýsa vináttu, sársauka, sjálfsuppgötvun og annarlegum heimi á áleitinn hátt. Þannig beitir Eva Rún ólíkum sjónarhornum og formum sem sameina hið ljóðræna og leikræna og nær með því að draga upp sterka og margræða mynd af heiminum sem hreyfir við lesandanum.
Ég var svo hrifin af þessari bók þegar ég las hana fyrst þegar hún var rétt nýútkominn að ég bara þurfti að lesa hana strax aftur og langaði að allir í heiminum myndu vita af henni … Ég fann að ég hafði svona þörf til að tala um þessa bók.