DJ BAMBI

Ég bið ekki um mikið.

Einungis líkama sem líkist mér.

DJ Bambi er 61 árs gömul trans kona og lífeindafræðingur sem er sérfræðingur í smæstu byggingareiningum mannslíkamans, frumum. Hún vann áður sem plötusnúður. Þetta er saga hennar frá því hún deilir móðurkviði með tvíburabróður sínum og þar til hún fer að taka kvenhormón og kemst að því að hún sé ekki lengur miðjan í eigin lífi og að brúnir heimsins hafi slípast til.

Auður Ava leggst í DJ Bamba í rannsókn á kynjuðum heimi og hvað það þýðir að vera af tegundinni konu.

 

 

Auður Ava Ólafsdóttir

Pin It on Pinterest

Share This