Breiðþotur

Gagnaleki af áður óþekktri stærðargráðu skekur heimsbyggðina. Þeir sem lýsa yfir ábyrgð krefjast róttækra aðgerða í loftlagsmálum og hóta frekari gegnumlýsingu internetsins. Áhrifa lekans gætir hjá krökkunum í Þorpinu. Umbi flytur með föður sínum aftur heim til Ítalíu, þar
sem vaxandi órói setur mark sitt á allt samfélagið. Tveimur áratugum síðar snýr Umbi aftur en kannast varla við sig á Íslandi. Hann mætir mótstöðu frá Jóku og Fransisku sem undirbúa sig og Þorpið undir næsta gagnaleka; þann sem mun afhjúpa öll leyndarmálin. „Það er of seint að eyða gögnunum. Þau eru nú þegar í okkar vörslu. Mataruppskriftir, vaktaplön, skattaundanskot, sakleysislegt daður og sambandsslit. Vopnasala, styrkir til
rannsókna í hugvísindum, meðlimaskrár öfgasamtaka, kisumyndbönd og lyklar að kjarnorkusprengjum.“

Breiðþotur er grípandi og frjó saga um vináttu og söknuð; tæknihyggju og uppgang öfgaafla.

Tómas Ævar Ólafsson er frá Akranesi en býr í Reykjavík. Hann er menntaður í heimspeki og ritlist og hefur lengst af starfað við dagskrárgerð á Rás 1. Tómas hefur áður sent frá sér ljóðabókina Umframframleiðsla (2021). Breiðþotur er hans fyrsta skáldsaga.

Pin It on Pinterest

Share This