Bókin um hljóðin

Fallega myndskreytt harðspjaldabók fyrir yngstu lesendurna. Frönsk klassík sem kemur nú í fyrsta sinn út á Íslandi. Hrikalega gaman að lesa saman.

 

ISBN: 978-9935-488-29-9
120 bls.

Soledad Bravi

Til að gera langa sögu stutta er þetta verk ágætlega til þess fallið að stuðla að skemmtilegri lestrarupplifun með þeim yngstu. Svona fyrst verið er að standa í því á annað borð að fjölga heiminum. Sennilega er það betur til þess fallið en IKEA-bæklingur. Bókin mun örugglega leggja sitt af mörkum til að auka málþroska, verður einn hlekkur í þeirri keðju.

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson

Starafugl

Innihaldsrík og frumleg (tvö orð sem eru sjaldnast tengd við barnabækur af þessum toga), þessi gimsteinn mun gleðja foreldra jafnt sem börn, sumpart vegna þess að hún er ekki eins einföld og hún virðist þrátt fyrir að vera bók um hljóð.

Pamela Paul

New York Times

… líklega lengsta harðspjalda bók sem fyrirfinnst …  

Kirkus Reviews

(hún er 116 síður)

Pin It on Pinterest

Share This