Átta sár á samviskunni

Lamaður maraþonhlaupari, blóðfórn í Ikea og jólaplattasafn frá Bing & Gröndal koma við sögu í bókinni Átta sár á samviskunni. Sömuleiðis stjórnmálamaður í leit að karakter og verndarengill lagermanna.

Karl Ágúst Úlfsson hefur getið sér gott orð sem leikari, leikstjóri, þýðandi og leikskáld. Hér eru á ferðinni bráðskemmtilegar sögur um fólk úr ýmsum áttum.

Kápuhönnun: Ólafur Unnar Kristjánsson
ISBN: 978-9935-488-47-3
176 bls.

 Karl Ágúst Úlfsson

Karl Ágúst er kómedíumeistarinn okkar og hér er marga góða skemmtun að hafa.

Hallgrímur Helgason

Rithöfundur

Skondnar frásagnir með alvarlegum undirtón, og jafnvel meiningum, af áhugaverðum persónum í ýmsu grátbroslegu brasi.

Ingunn Snædal

Ljóðskáld og þýðandi

Frábær höfundur! Kom mér skemmtilega á óvart.

Salka Bjarnfríðardóttir

Yfirlesari

Pin It on Pinterest

Share This