Álabókin. Sagan um heimsins furðulegasta fisk
Álabókin fjallar um leyndardómsfyllsta fisk veraldar. Aristóteles og Sigmund Freud reyndu árangurslaust að öðlast skilning á tilvist álsins, en þessi dularfulla lífvera er enn ráðgáta og nú óttumst við að állinn verði útdauða.
En Álabókin fjallar líka um tengsl höfundar við föður sinn og hvernig állinn sameinaði þá. Þetta er bók um sögu vísinda, þekkingarleit, lífið sjálft og hvernig á að lifa því. Og um áskorunina sem bíður okkar allra; að deyja.
Þórdís Gísladóttir þýðir úr sænsku.
Bókin fékk sænsku bókmenntaverðlaunin og var meiriháttar metsölubók í heimalandinu. Er nú að koma út um allan heim.
Patrik Svensson
Svensson er frábær höfundur … Ég er ekki sannfærður um að ég kunni að meta ála en ég elskaði þessa bók
… fræðileg, falleg og einstök bók sem strax á fyrstu síðunum sannfærir forhertan borgarbúa, sem er ólæs á fiska, um nauðsyn þess að skrifa bókmenntalegan óð til álsins.
Dásamleg bók um hinn dularfulla ál – og um okkur sjálf.