Vonum það besta

Nýbökuð móðir með barn á brjósti fær furðulegan tölvupóst frá manni sínum: Lykilorðið að tölvunni hans og nánari upplýsingar í skjalinu „Ef ég dey“. En. Vonum það besta!  

Stuttu síðar deyr hann.

Sagan segir frá ást sem fæðist, hversdagslífi og skelfilegu áfalli. Ung kona fær það á heilann að hún eigi sök á dauða manns síns, hún hafi farið of geyst, hún stendur frammi fyrir óbærilegri sorg og svo þeirri óhjákvæmilegu staðreynd að lífið heldur áfram.

 

Þetta er fyrsta skáldsaga Carolinu Setterwall, sem vakti mikla athygli þegar hún kom út í Svíþjóð árið 2018 og er væntanleg 28 löndum.

Carolina Setterwall

Sektin, sorgin og ástin samtvinnaðar á kjarkmikinn hátt.

Eurowoman

Kjarkmikil saga um ástina og dauðann.

Hendes Verden

Þegar ég lauk við bókina langaði mig bara til að segja: Þakka þér!

Expressen

Pin It on Pinterest

Share This