Sigríður Hagalín Björnsdóttir

Sigríður Hagalín Björnsdóttir er fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Í fyrstu skáldsögu sinni tekst hún á við spurningar um hvað sé að tilheyra fjölskyldu og vera Íslendingur, hvað sameini okkur og sundri.

Sigríður Hagalín hefur fengið frábærar viðtökur við bókinni, en útgáfurétturinn er þegar seldur til Frakklands og Þýskalands.

Tilnefnd til Fjöruverðlaunanna! 

„Maður segir bara: Vá!“ sagði Kolbrún Bergþórsdóttir í Kiljunni, en gagnrýnendur Kiljunnar voru á einu máli um að Eyland væri sérlega vel heppnuð frumraun, spennandi, áhugaverð og vel skrifuð.

Eyland

Ef þið lesið tvær bækur yfir hátíðarnar, látið þessa vera aðra þeirra. Það er ekkert hægt að segja annað. Bara jafna sig, standa upp, klappa og þakka fyrir.

Karl Th. Birgisson

Ritstjóri, herdubreid.is

Pin It on Pinterest

Share This