Ritgerð mín um sársaukann

Ástarsaga um fölar minningar, um kynslóðir sem bugast og neyðast til að játa uppgjöf sína, harmleikur sem ekki verður færður í orð. Sársauki sem er rýtingur í hjarta okkar allra. En þessi ritgerð er líka ein lítil, græn rós.

Ritgerð mín um sársaukann er fimmta skáldsaga Eiríks sem er landskunnur þáttastjórnandi á Rás 1.

 

Kápuhönnun: Ólafur Unnar Kristjánsson
ISBN: 978-9935-488-33-6
272 bls.

Eiríkur Guðmundsson

„Tíminn sargar allt í sundur. Það er enginn munur á samviskusamri klukku og öflugri vélsög. Nákvæmlega enginn munur“ (149).

Það er stigvaxandi barátta við þennan tíma – barátta, í ýmsum skilningi, við tíma, í ýmsum skilningi – sem hefur einkennt skáldsögur Eiríks Guðmundssonar. Hann klýfur andartök á sama hátt og vísindamaður klýfur atóm, og þegar andartökin opnast flæðir út texti, melankólía, harmur, fegurð og auðvitað rýtingar.

Smelltu hér til að lesa ritdóminn í heild sinni

Dagur Hjartarson

Rithöfundur, Facebook 30.11.18

Sælgæti, já sælgæti, þannig geta bækur orðið, eins og sælgæti. Orð sem bráðna dísæt á tungu. Maður þarf að vera tilbúinn til að lesa svona bók. Þetta er ekki þannig bók að þú lesir til að gleyma þér, þetta er bók sem stækkar þig og fær þig til að muna eftir sjálfum þér á öllum tímum, þetta er bók sem krefur þig um fullkomna athygli og þannig eru góðu bækurnar.

 

Hér má lesa ritdóminn í heild sinni

Bubbi Morthens

Facebook 29.11.18

Fengi í mínum kladda fimm stjörnur væru þær gefnar.

Páll Baldvin Baldvinsson

um Undir himninum

Pin It on Pinterest

Share This