Ráðgátan Henri Pick

Délphine verður stjarna í franska útgáfuheiminum þegar hún uppgötvar handrit eftir óþekktan höfund, Henri Pick. Bókin verður metsölubók en ekkja höfundar, sem er nýlátinn, kannast ekki við að hann hafi skrifað annað en einstaka innkaupalista í lifanda lífi. Frægur bókmenntagagnrýnandi sem má muna fífil sinn fegurri sér sér leik á borði að fletta ofan af ráðgátunni og komast í kastljósið á ný.

 

Hugmyndarík og skemmtileg skáldsaga eftir rithöfundinn, kvikmyndagerðarmanninn og tónlistarmanninn David Foenkinos sem er margverðlaunaðaur metsöluhöfundur í Frakklandi.

Þýðandi er Yrsa Þórðardóttir

Bókin er 257 bls og prentuð í Odda.

 

 

 


David Foenkinos

Frumleg gamansaga, sönn skemmtilesning sem veltir upp áhugaverðum spurningum um samband lesenda við skáldsögur.

Elle

Ögrandi, skemmtileg og skörp.

Bernard Pivot

Le journal du dimanche

Foenkinos er gestur bókmenntahátíðar í Reykjavík í apríl 2019

Pin It on Pinterest

Share This