Menntuð

Tara Westover ólst upp við undirbúning fyrir heimsendi, beið eftir að sólin myrkvaðist og máninn litaðist blóði. Á sumrin sauð hún niður ferskjur og á veturna safnaði hún neyðarbirgðum í þeirri von að þegar heimur manna liði undir lok myndu hún og fjölskylda hennar lifa af.

Hún átti ekki fæðingarvottorð, engin einkunnablöð því að hún hafði aldrei stigið fæti inn í skólastofu og engar sjúkraskýrslur þar sem faðir hennar vantreysti heilbrigðiskerfinu. Samkvæmt öllum opinberum stofnunum var hún ekki til.

Þegar hún eltist varð faðir hennar sífellt öfgafyllri í skoðunum og bróðir hennar æ ofbeldisfyllri. Sextán ára gömul ákvað Tara að mennta sig sjálf.

Menntuð er saga stúlku sem berst fyrir að uppgötva sjálfa sig, saga um ákafa tryggð og sorgina sem fylgir því að skera á náin tengsl. Westover lýsir ótrúlegum uppvexti sínum af miklu næmi og innsæi og saga hennar varpar ljósi á það hvað menntun raunverulega er: tækifærið til að sjá lífið með nýjum augum og öðlast vilja til að breyta því.

Ingunn Snædal þýddi. Bókin kom fyrst út haustið 2019. Seldist upp. Ný prentun haustið 2020.

 

 

Tara Westover

Hrífandi saga nýtt sjónarhorn á mátt menntunar. Vitnisburður um hvernig hugrekki og seigla geta mótað líf okkar.

Michelle Obama

Mögnuð saga og hvetjandi. Bók sem allir geta notið. Kemur á óvart.

Bill Gates

Hve mikið af okkur sjálfum ættum við að gefa þeim sem við elskum? Að hve miklu leyti verðum við svo að svíkja þau til að geta vaxið úr grasi?

Vogue

Pin It on Pinterest

Share This