Ég hef séð svona áður

Ferðalangur leitar að húfu með nafni bæjarins sem hann er staddur í. Sérfræðingur í öldrunarsjúkdómum fer á ráðstefnu sem hún á ekki erindi á. Aðfluttur Reykvíkingur losar sig við byssu. Millistykki í skjávarpa bilar á mikilvægu augnabliki.

Ég hef séð svona áður hefur að geyma tólf nýjar smásögur eftir Friðgeir Einarsson, höfund bókanna Takk fyrir að láta mig vita og Formanns húsfélagsins sem báðar hlutu lofsamlegar viðtökur gagnrýnenda. Friðgeir er einn af forsprökkum hins óviðjafnanlega leikhóps Kriðpleirs.

 

Kápuhönnun: Ólafur Unnar Kristjánsson
Teikning á kápu: Sigrún Hlín Sigurðardóttir
ISBN: 978-9935-488-02-2
168 bls.

Friðgeir Einarsson

Þótt viðfangsefni sagnanna séu eins og áður sagði hversdagurinn og alúðin við smáatriði gríðarleg þá krauma undir niðri stórar spurningar um tilvist mannsins og jafnvel erindi hans á jörðinni. Það er einhvern veginn eins og þetta nostur við hið smæsta kalli fram hugrenningatengsl við hið hæsta. Forgengileiki mannsins, tengslaleysi hans og firring hanga öll á spýtunni og lesandinn nemur í senn harminn og kómíkina sem felst í samhenginu.

Hér er hægt að nálgast gagnrýnina í heild sinni

Marianna Clara Lúthersdóttir

Bókmenntaborgin

Friðgeir Einarsson er einhver beittasti stílisti sem komið hefur fram í íslenskum bókmenntum afar lengi.

Ágúst Borgþór Sverrisson

DV, um bókina Takk fyrir að láta mig vita.

Á heildina litið er Takk fyrir að láta mig vita stórskemmtilegt smásagnasafn, oft og tíðum launhæðið en inn á milli er tekist á við miskunnarlausan raunveruleikann.

Gunnhildur Jónatansdóttir

Hugrás

Pin It on Pinterest

Share This