Við ættum öll að vera femínistar

„Kynferði skiptir máli hvarvetna í veröldinni. Og í dag langar mig til að fara fram á að við byrjum að láta okkur dreyma um og búa til öðruvísi heim. Réttlátari heim. Heim þar sem glaðari karlar og glaðari konur eru samkvæmari sjálfum sér. Og við byrjum svona: Við verðum að ala dætur okkar upp á nýjan hátt. Og við verðum líka að ala syni okkar upp á nýjan hátt.

Chimamanda Ngozi Adichie er fædd árið 1977 í Nígeríu. Hún hefur skrifað þrjár skáldsögur sem hafa notið verðskuldaðrar hylli og hlotið mjörg verðlaun og viðurkenningar fyrir ritstörf sín.

Við ættum öll að vera femínistar er endurskoðað erindi sem hún hélt í desember á TEDxEuston- ráðstefnunni árið 2012, en það er árleg ráðstefna um Afríku og málefni henni tengd.

Þýðandi: Ingunn Ásdísardóttir
ISBN: 978-9935-488-10-7
Bókin er 53 bls. í litlu broti
Útgáfuár: 2017

Chimamanda Ngozi Adichie

Haustið 2017 verður öllum fyrsta árs nemum í framhaldsskólum á Íslandi gefið eintak af bókinni, fyrir tilstuðlan Kvenréttindafélags Íslands.

Kvenréttindafélagið var stofnað árið 1907 af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur til að tryggja jafnrétti kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Félagið eru ein elstu félagasamtök landsins, sem fagnar  110 ára afmæli í ár.

Bókin kom út 27. september, á 161 ártíð Bríetar, en hún fæddist 27. september 1856 í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu.

Jafnréttissjóður Íslands og velferðarráðuneytið gerðu bókagjöfina mögulega.

Miðstöð íslenskra bókmennta styrkti þýðingu bókarinnar.

Pin It on Pinterest

Share This