Vatnaleiðin

Árið 2009 dvaldi Óskar Árni Óskarsson um sex mánaða skeið sem gestalistamaður í Vatnasafninu í Stykkishólmi. Hann hélt dagbók flesta daga sem hér birtist nú á prenti í endurskoðaðri útgáfu. Bókin hefur að geyma lýsingar á því sem fyrir augu bar þessa mánuði, hugleiðingar og ljóð og ljósmyndir sem Einar Falur Ingólfsson tók á vordögum 2018.

 

Óskar Árni Óskarsson er fæddur í Reykjavík árið 1950 og ólst upp í Þingholtunum. Hann hefur lengi fengist við ljóðagerð og þýðingar, sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók, Handklæði í gluggakistunni, árið 1986. Samhliða ritstörfum hefur hann starfað sem bókavörður.

Óskar Árni hefur hlotið Ljóðstaf Jóns úr Vör og viðurkenningu úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins, auk þess að hafa verið tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Hann hefur verið nefndur meistari smáprósans í íslenskum bókmenntum.

Einar Falur Ingólfsson er fæddur í Keflavík árið 1966. Hann lauk námi í bókmenntafræði við Háskóla Íslands og er með MFA-gráðu í ljósmyndun frá School of Visual Arts í New York. Hann hefur haldið fjölda sýninga á verkum sínum í söfnum og sýningarsölum hér á landi og erlendis og þá hafa myndlistarverkefni hans komið út á bókum á borð við Sögustaðir – Í fótspor W.C. Collingwoodsog Landsýn – Í fótspor Johannesar Larsen. Einar Falur hefur kennt víða og starfað sem blaðamaður um langt árabil.

Óskar Árni og Einar Falur

Ég er heima hjá foreldrum mínum, Þeim er bara nær að búa svona nálægt. Nú þurfa þau að þola að ég sit í sófanum þeirra og tárast af hlátri yfir þessari bók … jeminn hvað hún er skemmtileg.

Kamilla Einarsdóttir

Pin It on Pinterest

Share This