Tunglið er diskókúla
„Hér er bók um það hvernig heimurinn springur stundum út í villtu streymi og rambar á mörkum draums og veruleika, erótíkur og klósettferða, ástar og losta, regnboga og ælu. Þetta er skáldið sem þú átt eftir að taka eftir næstu árin, flæðið er farið í gang.“
ELÍSABET KRISTÍN JÖKULSDÓTTIR
„Loksins, Loksins! Loki stígur hér fram á ritvöllinn og varpar fram versum með fítonskrafti.“
MIKAEL TORFASON
Loki er fæddur í Reykjavík 1993 og ólst upp þar og í Leicester, Englandi. Hann hefur starfað við jafningjafræðslu, uppvask, glasabernsku, sölustjórnun & þjálfun, ruslatínslu, fatahönnun, kvikmyndagerð, leikhús, rekstur menningarsamtaka og skrif.
Loksins, Loksins! Loki stígur hér fram á ritvöllinn og varpar fram versum með fítonskrafti.
Hér er bók um það hvernig heimurinn springur stundum út í villtu streymi og rambar á mörkum draums og veruleika, erótíkur og klósettferða, ástar og losta, regnboga og ælu. Þetta er skáldið sem þú átt eftir að taka eftir næstu árin, flæðið er farið í gang