testing2

Sara býr sig undir notalega helgi heima hjá sér yfir hvítvíni og sjónvarpsglápi, á meðan eiginmaðurinn skreppur í fjallakofa með gömlum vinum. Undir kvöld fær hún símtal þar sem í ljós kemur að vinirnir eru enn að bíða, en Sigurd hafði kvatt hana eldsnemma morguns.

Þá hefst atburðarás þar sem Sara, sem vinnur sem þerapisti fyrir ungt fólk í sálrænum vanda, veit ekki lengur hvað er satt og hvað logið og hvort Sigurd er lífs eða liðinn.

Heimilið fyllist af rannsóknarlögreglumönnum, hlutir hverfa, brotist er inn að næturlagi og svo virðist sem einhver vilji leiða hana og lögregluna á villigötur. Öll augu beinast að henni sjálfri og hún fer að efast um eigin upplifanir: Er líf hennar byggt á blekkingum? Getur hún treyst eigin minni?

Halla Kjartansdóttir þýddi úr norsku.

Tilnefnd til norsku bóksalaverðlaunanna.

Tilnefnd sem bók ársins í Svíþjóð.

Væntanleg á 29 tungumálum .

 

Fullt hús stjarna í öllum norskum stórblöðum. Bókinni hefur verið líkt við  Konan í lestinni (The Girl on the Train) og Hún er horfin (Gone girl). Vel skrifuð, flottar persónur. Mjög gott plott. 

Helene Flood

Glimrandi fyrsta bók höfundar. Frumleg, áhugaverð og hressandi.

SVT

Svíþjóð

Það smellur allt í þessari fyrstu spennusögu Helene Flood.

Dagbladet

Noregi

Virkilega spennandi sálfræðitryllir.

El Diario

Spáni

Pin It on Pinterest

Share This