Sunnan við mærin, vestur af sól

Hajime elst upp sem einbirni og honum virðist sem allir í kringum hann eigi bræður og systur. Nánasti vinur hans er stúlka á hans reki, Shimamoto, líka einbirni. Þau missa samband og árin líða. Hajime rekur stefnulaust áfram uns hann finnur hamingju með eiginkonu og tveimur börnum. Þá birtist Shimamoto. Þetta er endurútgáfa á þessari klassísku bók Murakamis.

 Uggi Jónsson þýddi úr ensku. Bókin kom áður út hjá Bjarti.

Kápuhönnun: Ólafur Unnar Kristjánsson & Sigurjón Ragnar
ISBN: 978-9935-488-20-6
272 bls.

Haruki Murakami

Sunnan við mærin, vestur af sól er nærgöngul og opinská saga. Hún er frábærlega vel skrifuð, blátt áfram en svolítið ísmeygileg.

Jón Yngvi Jóhannsson

DV

Undir lygnu yfirborði sögunnar kraumar seiður magnaður af undarlegum stílgaldri, fínlegum tengingum og vísunum. Samtölin og lýsingar á t.d. útliti, klæðnaði og hversdagslegustu athöfnum eins og að keyra í vinnuna eru skrifuð af raunsæi og nostursemi og minnir á tölvuleik með vandaðri grafík.

Steinunn Inga Óttarsdóttir

Morgunblaðið

Vitur og falleg bók.

The New York Times Book Review

Pin It on Pinterest

Share This