Skandar og einhyrningaþjófurinn

Skandar Smith er þrettán ára og hefur alltaf þráð að verða einhyrningsknapi. Að verða einn af þeim útvöldu sem fá að unga út sínum eigin einhyrningi, tengjast honum lífstíðarböndum, þjálfa saman og keppa um sóma og heiður; að verða hetja.

En þegar draumur Skandars virðist ætla að rætast tekur lífið óvæntari og óhugnanlegri stefnu en hann hefði getað ímyndað sér. Dularfullur og ógnvekjandi óvinur hefur rænt máttugasta einhyrningi Eyjunnar – og þegar ógnin færist nær kemst Skandar að leyndarmáli sem getur haft hræðilegar afleiðingar fyrir hann …

Búið ykkur undir ólíklegar HETJUR, frumefnaTÖFRA, loftbardaga, ævaforn leyndarmál, æsispennandi kappreiðar og GRIMMÚÐUGA EINHYRNINGA, í þessu stórkostlega ævintýri sem fer með ykkur á flug.

 

Ingunn Snædal þýddi.

 

A.F. STEADMAN ólst upp í sveitasælu í Kent á Bretlandseyjum. Áður en hún sneri sér að skálskapnum fékkst hún við lögmannsstörf, þar til það rann upp fyrir henni að heimurinn þyrfti meiri töfra.

A.F. Steadman

* * * * (fjórar stjörnur af fimm mögulegum)

Goodreads

Pin It on Pinterest

Share This