Serótónínendurupptökuhemlar

Reynir er leiður og skilur ekki af hverju. Hann á glæsilega konu, hraust börn og ráðagóða vini. Hann rekur fyrirtæki en hefur samt nægan tíma til að sinna áhugamálinu, hjólreiðum. Samskiptin við stjúpsoninn horfa til betri vegar. Fjölskylduna vantar reyndar bíl eftir að hann klessti þann gamla en það hlýtur að vera hægt að finna út úr því. Reynir býr við allar aðstæður til að vera hamingjusamur, en er það ekki. 

Nú hefur hann fengið nóg. Reynir er orðinn leiður á að vera leiður.

Hvernig vindur maður ofan af slíku óyndi, rótlausum beyg? Og hvað tekur við þegar skrefið er stigið og hjálpin berst? 

Friðgeir Einarsson

Friðgeir Einarsson

Pin It on Pinterest

Share This