Eyland

Eyland

Manstu hvar þú varst þegar það gerðist?

Hjalti og María slíta ástarsambandi sínu og skyndilega er allt breytt. Stundum gerast svo stórir atburðir að þeir sameina allt mannkyn, eina örskotsstund, eins og slinkur hafi komið á þyngdaraflið og þjappað öllum heiminum saman.

Einbúi í eyðifirði óttast ekkert meira en að björgunarsveitirnar finni hann. Á meðan hann bíður skrifar hann annál þess sem á undan er gengið.

Eyland er hrollvekjandi ástar- og spennusaga, þar sem Íslandssagan tekur óvænta stefnu.
Bókin hefur komið út á fjölda tungumála.

Tilnefnd til Fjöruverðlaunanna 2016

Útgáfuár: 2016. Þetta er fjórða útgáfa bókarinnar, sem hefur selst upp hvað eftir annað, og kemur út sumarið 2021.

Hugvitsamlega byggð og ágeng bók.

Hugrás.is

Maður segir bara: Vá!

Kolbrún Bergþórsdóttir
Kiljan

Sláandi vel skrifuð.

Kiljan

Frábærlega vel gert.

Kiljan

Ef þið lesið tvær bækur yfir hátíðarnar, látið þessa vera aðra þeirra. Það er ekkert hægt að segja annað. Bara jafna sig, standa upp, klappa og þakka fyrir.

herdubreid.is

Á heildina litið er hér um að ræða stórgóða bók sem heldur lesandanum fram á síðustu blaðsíðu, textinn sjálfur er fallegur og rennur áreynslulaust áfram, frásagnarstíllinn er skemmtilegur og söguþráðurinn sjálfur er heillandi.

Frumleg og grípandi saga sem vekur mann til umhugsunar um nútímann, lífið og hið stóra samhengi allra hluta.

Benedikt – útgáfan 2016

Bækur eftir sama höfund

No Results Found

The page you requested could not be found. Try refining your search, or use the navigation above to locate the post.

Snarkið í stjörnunum

Snarkið í stjörnunum

„Tilvera mín er sprottin af einni setningu; sjö orðum sögðum í eldhúsi í Skaftahlíð snemma morguns í janúarmánuði árið 1959. Ungur maður hafði komið upp úr kjallaraíbúð og stefndi niður að horni Skaftahlíðar og Lönguhlíðar.

Hann gekk framhjá litlu fjölbýlishúsi, amma mín horfði út um eldhúsglugga á annarri hæðinni og muldraði setninguna sem allt hvílir á: Stakkels manden, hvorfor er honum svo kalt?“ Snarkið í stjörnunum er ættarsaga sem hverfist um hugarheim móðurlauss sjö ára drengs í Reykjavík í kringum 1970.

Snarkið í stjörnunum er fimmta skáldsaga höfundar og kom fyrst út árið 2003. Jón Kalman hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2005 fyrir Sumarljós, og svo kemur nóttin og tilnefningu til sömu verðlauna fyrir Sögu Ástu árið 2017.

Skáldasaga hans Fjarvera þín er myrkur (2020) hlaut virt frönsk verðlaun Le Point og France Inter sem besta þýdda skáldsagan vorið 2022, en bækur hans eru þýddar á fjölmörg tungumál.

Bækur eftir sama höfund

No Results Found

The page you requested could not be found. Try refining your search, or use the navigation above to locate the post.