Formaður húsfélagsins

Formaður húsfélagsins

Maður flytur í blokkaríbúð systur sinnar á meðan hann kemur undir sig fótunum.  Þetta átti að vera tímabundin ráðstöfun, en fyrr en varir er húsfélagið lent á hans herðum.

Formaður húsfélagsins fjallar um samlíf ókunnugra, nauðsynlegt viðhald fasteigna og margslungið tilfinningalíf íbúa fjölbýlishúsa.

„Dag einn birtist auglýsing sem vekur athygli mína. Í fyrirsögn er lesandinn spurður hvort hann langi til að verða kvikmyndastjarna. Mig langar ekki til þess en held samt áfram að lesa. Ég kemst að því að það er ekki verið að leita að stjörnum – þær hafa nú þegar verið ráðnar – heldur vantar svokallaða „bakgrunnsleikara“. Ég geri ráð fyrir að með því sé átt við leikara sem heldur sig í bakgrunni. Ég tel mig geta ráðið við það.“

Einnig fáanleg í kilju.

(Isbn 978-9935-488-41-1)

Kápuhönnun: Ólafur Unnar Kristjánsson
ISBN: 978-9935-488-19-0
205 bls.
Útgáfuár: 2017

Bækur eftir sama höfund

No Results Found

The page you requested could not be found. Try refining your search, or use the navigation above to locate the post.

Saga Ástu

Saga Ástu

Hvert fer maður ef það er engin leið út úr heiminum?

Öll fæðumst við nafnlaus en erum mjög fljótlega nefnd svo það verði ögn erfiðara fyrir dauðann að sækja okkur. Foreldrar Ástu völdu nafnið meðan hún var enn í móðurkviði.

Nú liggur Sigvaldi faðir hennar á steyptri stétt – af hverju liggur hann þar? – og saga fjölskyldunnar rennur um huga hans.

Þetta er saga Ástu, saga um ást í ólíkum myndum, íslenska sveit, skáldskap og menntunarþrá. 

Jón Kalman var tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Sögu Ástu.

Kápuhönnun: Jón Ásgeir
444 bls.
Útgáfuár: 2017

Skáld á hátindi sinnar hæfni. Engin rannsóknarskýrsla til grundvallar. Eða dæmigert dufl við ,,stóru málin“ svokölluðu. Allt annað. Stórbrotinn efniviður, nýr frásagnarháttur. Skáldskapur. Farið þangað. Takið á móti. Lesið.

Bókin er meistaralega vel skrifuð, textinn rennur létt og ljóðrænt áfram. Hinn einkennandi stíll Kalmans er hvarvetna til staðar, landslagið lifnar við og speglar atburðarás og tilfinningar sögupersóna…

Á heildina litið er hér um að ræða stórgóða bók sem heldur lesandanum fram á síðustu blaðsíðu, textinn sjálfur er fallegur og rennur áreynslulaust áfram, frásagnarstíllinn er skemmtilegur og söguþráðurinn sjálfur er heillandi.

Andri M. Kristjánsson Víðsjá

Fullt hús

Maríanna Clara Lúthersdóttir Morgunblaðið

Bækur eftir sama höfund

No Results Found

The page you requested could not be found. Try refining your search, or use the navigation above to locate the post.

Óvissustig

Óvissustig

Árstíðir koma og fara
meðan fólk leitar að vormerkjum og haustlitum.
Víða hefur kvarnast úr sparistelli
og margt sem ætlað var til bráðabirgða
er orðið að föstum punktum í tilverunni.

Óvissustig er fjórða ljóðabók höfundar sem hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir sitt fyrsta verk og hefur tvívegis hlotið tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

2. sæti: Bóksalaverðlaunin, í flokki ljóða 2016

Kápuhönnun: Ólafur Unnar Kristjánsson
ISBN: 978-9935-488-03-9
60 bls.
Útgáfuár: 2016

Bækur eftir sama höfund

No Results Found

The page you requested could not be found. Try refining your search, or use the navigation above to locate the post.

Takk fyrir að láta mig vita

Takk fyrir að láta mig vita

Hádegishugleiðslan var önnur breyting sem ég hafði tekið illa í fyrstu en seinna meir lært að meta. Breytingar eru oft þannig; þær trufla mann fyrst en svo venst maður þeim og oft eru þær til bóta. – Úr sögunni Hlutverk.

Takk fyrir að láta mig vita hefur að geyma 13 sögur sem fjalla um hljóðláta grimmd ládeyðunnar, ástandsmat, hluti sem ekki er hægt að tala um og aðra smámuni.

Kápuhönnun: Ólafur Unnar Kristjánsson

ISBN:978-9935-488-02-2
144 bls.
Útgáfuár: 2016

Bækur eftir sama höfund

No Results Found

The page you requested could not be found. Try refining your search, or use the navigation above to locate the post.

Ör

Ör

„Fæstir drepa, flestir deyja bara.“

Jónas Ebeneser er 49 ára fráskilinn, valdalaus og gagnkynhneigður karlmaður sem hefur ekki haldið utan um bert kvenmannshold – alla vega ekki viljandi – í átta ár og fimm mánuði. En hann er handlaginn. Hann hefur flísalagt sjö baðherbergi og þegar hann leggur af stað í ferðalag sem hann hefur ekki hugsað sér að snúa aftur úr, tekur hann með sér borvél.

Íslensku bókmenntaverðlaunin 2016
Bóksalaverðlaunin 2016
Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2018

Einnig fáanleg í kilju.

Kápuhönnun: Magnús Leifsson
ISBN: 978-9935-488-00-8
204 bls.
Útgáfuár 2016

Bækur eftir sama höfund

No Results Found

The page you requested could not be found. Try refining your search, or use the navigation above to locate the post.