Sigríður Hagalín Björnsdóttir

Sigríður Hagalín Björnsdóttir

Sigríður Hagalín Björnsdóttir er íslenskur rithöfundur, fréttamaður og sagnfræðingur, fædd 11. febrúar 1974 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og stundaði nám í sagnfræði og spænskum bókmenntum við Háskóla Íslands og háskólann í Salamanca. Síðar nam hún blaðamennsku við Columbia-háskóla í New York.

Sigríður hefur starfað með hléum sem fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu (RÚV) frá árinu 1999, þar á meðal sem fréttaritari í Kaupmannahöfn og umsjónarmaður umræðuþátta eins og Silfrið.

Sem rithöfundur hefur Sigríður sent frá sér fimm skáldsögur:

Eyland (2016)

Hið heilaga orð (2018)

Eldarnir (2020)

Hamingja þessa heims (2022)

Deus (2023)

Bækur hennar hafa verið þýddar á mörg tungumál, þar á meðal frönsku, þýsku, pólsku, tékknesku og ungversku.

 

Bækur eftir sama höfund

No Results Found

The page you requested could not be found. Try refining your search, or use the navigation above to locate the post.

Jón Kalman Stefánsson

Jón Kalman Stefánsson

Jón Kalman Stefánsson fæddist í Reykjavík 17. desember 1963. Hann bjó síðar í Keflavík og var með annan fótinn vestur í Dölum. Árin sem hann bjó í Kaupmannahöfn, las hann, skúraði og taldi strætisvagna. Fyrsta bók hans, ljóðabókin Með byssuleyfi á eilífðina, kom út árið 1988.

Jón Kalman hefur fjórum sinnum verið tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, og þrisvar sinnum til þeirra íslensku – eða fjórum sinnum, því einu sinni hlaut hann þau! Það var fyrir Sumarljós og svo kemur nóttin, sem kom út árið 2005.  Bækur hans eru þýddar á fjölmörg tungumál, hann kemur út í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi, Ítalíu og Portúgal … og svo mætti lengi telja. Önnur bókin í Vestfjarðaþríleiknum, Harmur englanna, er nýkomin út á arabísku.

SKÁLDSÖGUR

Saga Ástu (2017)

Eitthvað á stærð við alheiminn (2015)
Fiskarnir hafa enga fætur (2013)

Hjarta mannsins (2011)
Harmur englanna (2009)
Himnaríki og helvíti (2007)

Sumarljós, og svo kemur nóttin (2005)

Snarkið í stjörnunum (2003)

Ýmislegt um risafurur og tímann (2001)
Birtan á fjöllunum (1999)
Sumarið bakvið brekkuna (1997)
Skurðir í rigningu (1996)

LJÓÐ

Hún spurði hvað ég tæki með mér á eyðieyju (1993)
Úr þotuhreyflum guða (1989)
Með byssuleyfi á eilífðina (1988)
Gefin út á einni bók árið 2020.

Bækur eftir sama höfund

No Results Found

The page you requested could not be found. Try refining your search, or use the navigation above to locate the post.

Breiðþotur

Breiðþotur

Breiðþotur eftir Tómas Ævar Ólafsson

Gagnaleki af áður óþekktri stærðargráðu skekur heimsbyggðina. Þeir sem lýsa yfir ábyrgð krefjast róttækra aðgerða í loftlagsmálum og hóta frekari gegnumlýsingu internetsins. Áhrifa lekans gætir hjá krökkunum í Þorpinu. Umbi flytur með föður sínum aftur heim til Ítalíu, þar sem vaxandi órói setur mark sitt á allt samfélagið. Tveimur áratugum síðar snýr Umbi aftur en kannast varla við sig á Íslandi. Hann mætir mótstöðu frá Jóku og Fransisku sem undirbúa sig og Þorpið undir næsta gagnaleka; þann sem mun afhjúpa öll leyndarmálin. „Það er of seint að eyða gögnunum. Þau eru nú þegar í okkar vörslu. Mataruppskriftir, vaktaplön, skattaundanskot, sakleysislegt daður og sambandsslit. Vopnasala, styrkir til
rannsókna í hugvísindum, meðlimaskrár öfgasamtaka, kisumyndbönd og lyklar að kjarnorkusprengjum.“

Breiðþotur er grípandi og frjó saga um vináttu og söknuð; tæknihyggju og uppgang öfgaafla.

Tómas Ævar Ólafsson er frá Akranesi en býr í Reykjavík. Hann er menntaður í heimspeki og ritlist og hefur lengst af starfað við dagskrárgerð á Rás 1. Tómas hefur áður sent frá sér ljóðabókina Umframframleiðsla (2021). Breiðþotur er hans fyrsta skáldsaga.

Bækur eftir sama höfund

No Results Found

The page you requested could not be found. Try refining your search, or use the navigation above to locate the post.

Aðlögun

Aðlögun

Ljóðabókin Aðlögun eftir Þórdísi Gísladóttur kom út árið 2024 hjá Benedikt bókaútgáfu og er sjötta ljóðabók höfundar. Bókin hlaut Maístjörnuna 2024, ljóðabókaverðlaun Rithöfundasambands Íslands og Landsbókasafns Íslands.

Í Aðlögun eru 20 nafngreind ljóð, auk titillauss upphafsljóðs. Ljóðin fjalla um hversdagsleika nútímamannsins með blöndu af kímni og alvöru. Þau skoða atferli manneskjunnar frá ýmsum sjónarhornum, bæði í fortíð og framtíð, en mest í nútímanum sem flest okkar kalla daglegt líf.

Stíllinn er kjarnyrtur fremur en lýrískur og heldur vel utan um efnið í ljúfsárri og fyndinni bók sem fjallar jafnt um hið fallega og hið óþolandi sem við þurfum oftar en ekki að laga okkur að.

Í upphafsljóðinu segir:

„Ég er gallaða manneskjan
sem man sjaldan tölur
og þar af leiðandi ekki afmælisdaga.“

Þessi lína gefur tóninn fyrir bókina, þar sem ljóðmælandinn viðurkennir eigin ófullkomleika með sjálfsgagnrýni og húmor.

 

Bækur eftir sama höfund

No Results Found

The page you requested could not be found. Try refining your search, or use the navigation above to locate the post.

Eldri konur

Eldri konur

Fyrsta skáldsaga Evu Rúnar, þar sem ung kona rekur líf sitt frá barnæsku til fullorðinsára í gegnum frásagnir af eldri konum sem hafa heltekið hana.

Sagan er samsett úr brotakenndum frásögnum sem endurspegla flókinn uppvöxt aðalpersónunnar, þar sem hún glímir við erfiðar heimilisaðstæður, óstöðugleika og leit að sjálfsmynd. Þráhyggja hennar fyrir eldri konum birtist sem bæði ást og fíkn, sem hefur djúp áhrif á líf hennar. Eva Rún nýtir ljóðrænan og leikrænan stíl til að draga upp sterka og margræða mynd af heiminum sem hreyfir við lesandanum.

Bókin hefur hlotið lof gagnrýnenda og lesenda. Þorgeir Tryggvason lýsti henni sem „alveg feikilega magnaðri“ í umfjöllun á RÚV. Einnig hefur hún verið tilnefnd til Fjöruverðlaunanna, sem veitt eru fyrir framúrskarandi bókmenntir eftir konur.

 

 

Bækur eftir sama höfund

Djöflarnir taka á sig náðir
Djöflarnir taka á sig náðir