Örverpi

„Með stakri stílfimi dregur höfundur upp tregablandna mynd af veröld sem var og þeim veruleika sem hefur tekið við, fjölskyldu­ böndum sem liðast upp, kynslóðabili sem gliðnar. En myndin sýnir ekki síður fegurðina í því þegar okkur tekst að hrista kliðinn af okkur og vera heil í líðandi stund.“

Úr umsögn dómnefndar Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar.

 

Birna Stefánsdóttir er fædd 1994 í Reykjavík. Hún er með bakgrunn í stjórnmálafræði og útskrifaðist með meistaragráðu í ritlist árið 2023. Hún hefur unnið við blaðamennsku og önnur ritstörf, þar á meðal fyrir útvarp og bókaútgáfur. Örverpi er hennar fyrsta bók og fyrir hana hlaut Birna bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2023.

Birna Stefánsdóttir

Pin It on Pinterest

Share This