Hitt húsið

Kona býður frægum listmálara að dvelja í gestahúsi sínu við afskekkta sjávarströnd þar sem hún býr með fjölskyldu sinni. Málverk hans hafa heillað hana mjög og hún ber þá von í brjósti að myndsýn hans geti vitrað henni leyndina sem býr innra með henni. En eftir því sem líður á langt og þurrt sumarið, verður storkandi návist hans henni æ óskiljanlegri og raskar hennar annars friðsælu tilveru.

Þessi nýja skáldsaga Rachel Cusk, Hitt húsið, er magnþrungin rýni í kvenleg örlög og karllæg forréttindi, rýmismörk mannlegra samskipta og hin siðrænu álitaefni sem gefa mannlífinu lit. Hún vekur okkur til umhugsunar um mátt listarinnar til að upptendra – og eyða.

Þýðandi: Ingunn Ásdísardóttir.

Rachel Cusk

Cusk er heilluð af húsum. Hitt húsið er þó ekki saga um fasteign, heldur þá miklu tilfinningalegu fjárfestingu sem fasteign getur orðið táknmynd fyrir.
Sagan fjallar um hvernig andstæður geta mætt og hvað persónum finnst þær þurfa til að vera fullskpaðar.

The Guardian

Þetta er saga um heimilisíf en um leið er Cusk alltqf að skoða frelsið, hvernig listin getur bundið okkur á klafa eða komið okkur til bjargar. Fórnir og sjálfsþekking, hvað felst í móðurhlutverkinu og er hvernig finnst hamingjan í heimilislífi.

NPR

Ég var lengi að lesa þessa bók. Það lagði þunglyndi að mér við lesturinn fram yfir miðja bók. Þá fór að létta til og ég fann bæði botn í henni og endlaust himinhvolf. Þetta er mögnuð bók en erfið aflestrar. Hún er fallega útgefin á góðri íslensku og í hrífandi kápu.

Áskrifandi að Sólinni

Pin It on Pinterest

Share This