Eins og fólk er flest
Allir vita að Maríanna býr í hvíta slotinu með heimreiðinni, þeir vita að mamma Connells er ræstingakona, en enginn hefur enn lagt saman tvo og tvo.
Maríanna er einmana og utanveltu í menntaskólanum á meðan Connell er í hópi vinsælustu nemendanna. Þau verða ástfangin og eiga næstu árin í einhvers konar haltu-mér-slepptu-mér samskiptum sem þau vilja ekki vera án, en um leið er eins og sambandið sé í raun stærsta hindrunin í vegi þeirra beggja.
Eins og fólk er flest er önnur skáldsaga Sally Rooney, sem vakti verðskuldaða athygli fyrir þá fyrstu: Okkar á milli. Sjaldan hefur jafnungur höfundur skotist svo hratt á stjörnuhiminn.
Þýðandi: Bjarni Jónsson
Aðlögun kápu: Dynamo Reykjavík
ISBN: 978-9935-488-48-0
262 bls.
Sally Rooney
Fersk svo furðu sætir … höfundur er hæfileikaríkur, hugrakkur og ævintýragjarn, einstaklega nösk á lýsa hinni dýpstu sjálfsblekkingu, vilja okkar til að fyrirgefa og, síðast en ekki síst, draga upp mynd af ástinni … þessi bók verður klassík.
Dragið andann djúpt. Salley Rooney hefur skrifað aðra skáldsögu, Eins og fólk er flest. Hún er framúrskarandi … áhrifarík lesning, full af mannskilningi og hlýju.
NORMAL PEOPLE var nýlega valin bók ársins 2019 í Bretlandi.
Upp í hugann kemur allt frá D.H. Lawrence til Jane Austen. Þetta mun teljast til klassískra verka á 21. öld.
Besta skáldsaga ársins