Eden

Málvísindakona sem er sérfræðingur í fámennistungumálum ákveður að breyta landi þar sem ekkert grær í Edenslund. Hjá íbúum í nálægu þorpi kviknar óvæntur áhugi á málvísindum. Á fjörur söguhetju rekur handrit að ljóðabók fyrrverandi nemanda hennar sem fjallar um ást ungs karlmanns á eldri konu. 

 

 

Ég segi ekki neitt en hugsa með mér, hann gat klætt sig sjálfur og beygt orðið kýr. 

 

kýr 

kú 

kú 

kýr 

 

Þessi áttunda skáldsaga Auðar Övu Ólafsdóttur fjallar um mátt orðsins og ábyrgðina sem við berum. 

 

 

Auður Ava hefur hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin, bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs og hin virtu Médicis-verðlaun í Frakklandi.  

 

Skáldsögur Auðar Övu hafa verið þýddar á 33 tungumál. 

Auður Ava Ólafsdóttir

Hrífur lesandann með sér inn í myrkrið og þaðan í ljósið.

Maríanna Clara Lúthersdóttir

Víðsjá, um Dýralíf

Bækur Auðar Övu Ólafsdóttur eru í senn einstaklega íslenskar og sammannlegar.

Financial Times

Bókin er með þeim allra fegurstu sem ég hef lesið […] enda hverfist bókin í kringum fegursta orð tungumálsins …

Ragnhildur Þrastardóttir

Morgunblaðið, um Dýralíf

Pin It on Pinterest

Share This