Ævintýrið

Annar með kalt blóð og hinn með heitt.

Annar með tálkn og hinn með lungu.

Annar með sporð og hinn með fót.

Annar með roð og hinn með húð.

Í heitasta landi heimsins skríða eðlur á veggjum, höfrungar leika listir sínar í sjónum og ljón standa á veginum. Þar búa líka vinirnir Drengur og Fiskur sem eru líkari en margan gæti grunað. Drottning ein fer með völdin í samfélaginu og undir hennar stjórn verður hver og einn að sinna hlutverki sínu og skyldum. Ekki eru þó allir sannfærðir um að hlutirnir séu eins og þeir eigi að vera. Þar á meðal eru vinirnir tveir sem leita að frelsinu í tilverunni og réttlætinu í því ævintýri sem lífið er. 

Ævintýrið er djúpvitur og hrífandi saga um óvænta vináttu, misskiptingu valds og auðs og fegurðina í óhugnaðinum; skrifuð af einstakri frásagnargleði og næmi fyrir mannlegu eðli.

Vigdís Grímsdóttir hefur skrifað skáldsögur, ljóðabækur, smásögur og ævisögur. 

Hún var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 1989 fyrir Ég heiti Ísbjörg, ég er ljón, 1996 fyrir Z – ástarsaga og 2007 fyrir Söguna um Bíbí Ólafsdóttur

Verðlaunin hlaut hún árið 1994 fyrir Grandaveg 7

Síðustu bækur hennar eru Systa (2019) Elsku Drauma mín (2016) og Dísusaga (2013).

 

Vigdís Grímsdóttir

Pin It on Pinterest

Share This