Velkomin til Ameríku

Stúlkan er hætt að tala og bróðir hennar neglir aftur dyrnar á herberginu sínu – en móðirin, leikkonan, segir bjart yfir fjölskyldunni.Ljúfsár, óvenjuleg saga af uppvexti, sorgarferli, lífsviljanum og fjölskyldu sem er sundruð og sameinuð í senn.

Þessi önnur skáldsaga Lindu Boström Knausgård hefur vakið gífurlega athygli og verið tilnefnd til ótal verðlauna í heimalandinu. Linda er rísandi stjarna í bókmenntaheiminum.

Linda Boström Knausgaard

Falleg og manneskjuleg bók um tungumálið og þögnina, ljós og myrkur, líf og dauða.

Magnús Guðmundsson

– Fréttablaðið

Þetta er saga um manneskjur og þá fyrst og fremst þessa ungu stúlku sem hafnar tungumálinu og tjáningunni til þess að verjast sársauka heimsins.

Magnús Guðmundsson

Fréttablaðið

“Þetta er einstaklega beinskeitt en bliðleg bók um brotna fjölskyldu þar sem hver reynir með sínum hætti að takast á við tilveruna sem stundum er blús og stundum blessandi. Fyrsta Sólarbók Benedikts er með öðrum orðum vel þess virði að eyða með henni nokkrum klukkustundum og þýðing Þórdísar Gísladóttur er lipur og falleg.”

Jórunn Sigurðardóttir

Orð um bækur

Pin It on Pinterest

Share This