Ungfrú Ísland

Karlmenn fæðast skáld. Þeir eru um fermingu þegar þeir gangast við því óumflýjanlega hlutskipti sínu að vera snillingar. Það skiptir engu hvort þeir skrifa bækur eða ekki. Konur verða kynþroska og eignast börn sem koma í veg fyrir að þær geti skrifað.

Árið er 1963. Íslendingar eru 177 þúsund og eiga einn Nóbelshöfund. Söguhetja bókar, Hekla, er ung skáldkona sem fædd er á slóðum Laxdælu. Hún heldur til Reykjavíkur með nokkur skáldsagnahandrit í fórum sínum.

Sjötta skáldsaga Auðar Övu fjallar um sköpunarþrána í heimi þar sem karlmenn fæðast skáld og konum er boðið að verða Ungfrú Ísland.

Auður Ava Ólafsdóttir hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin og Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir síðustu skáldsögu sína, Ör. Bækur hennar koma út á yfir 20 tungumálum.

Hér má sjá frábært viðtal við Auði Övu í Kiljunni í nóvember 2018.

Kápuhönnun: Ólafur Unnar Kristjánsson, með tilvísun í kápu Gísla B. Björnssonar frá 1962. Með góðfúslegu leyfi.
ISBN: 978-9935-488-31-2
240 bls.

Auður Ava Ólafsdóttir

Gersemi!

Internazionale

Töfrandi!

Observer

Auður Ava býður upp á allt það besta sem bók­mennt­ir geta boðið upp á; frá­sögn­in geisl­ar af fals­leysi og ljóðrænu í senn en það sem spring­ur þó hvað best út í Ung­frú Ísland er sögu­meist­ar­inn Auður Ava. Vegna sagna­gáf­unn­ar og þess að höf­und­ur get­ur sagt sög­ur eins og sög­ur verða best sagðar, með viðburðum og per­són­um sem vekja til­finn­ing­ar og for­vitni um að vita meira og meira, er Ung­frú Ísland bók sem les­andi svolgr­ar í sig.

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Morgunblaðið

Pin It on Pinterest

Share This