Um lífsspeki ABBA og Tolteka

Um lífsspeki Abba og Tolteka (eða líf mitt sem Olof Palme) er fyrsta skáldsaga hins 24 ára gamla höfundar, Adolfs Smára, sem er orðheppinn og naskur.

Hér er sagt frá Reykjavík dagsins í dag og tímalausum vangaveltum um lífið og tilveruna.

„Það var einhvers staðar nálægt Núðluskálinni, á meðan hún talaði um ómstríð tónbil Jóns Leifs, að ég tók eftir litlu kúlunni á nefi hennar, hún var með Baskanef. Hugsunin hvarf þó jafnfljótt og hún fæddist þegar ég tók eftir tönnum hennar en þær voru alveg hræðilega skakkar, það var einsog hver þeirra ætti sér sjálfstætt líf, líkt og þær væru algerlega ósammála um hvaða stefnu ætti að taka. Ég hafði aldrei áður séð svona heillandi tanngarð, svona fallega óskipulagðan, svona útumallt.“

Kápuhönnun: Ólafur Unnar Kristjánsson
ISBN: 978-9935-488-18-3
172 bls.
Útgáfuár: 2017

Adolf Smári

Þetta er bráðskemmtilegt … Gaurinn getur skrifað.

Þorgeir Tryggvason

lesskýrsla, Facebook

Adolf Smári á verðlaun skilin fyrir ferska frumraun!

Ragna Gestsdóttir

Nútímaleg og fersk ástar-, þroska- og pælingasaga.”

Ingunn Snædal

Pin It on Pinterest

Share This