Saga af hjónabandi

Hvað er það sem gerist, þegar tvær manneskjur sem vilja hvor annarri ekkert nema það besta og hafa byggt upp fallegt og náið samband, missa tökin á tilfinningalífi sínu?  Er hægt að komast til botns í ástinni? Er hægt að hlaupast undan henni? Saga af hjónabandi er ísköld krufning á hinu fullkomna ástarsambandi – sem skyndilega fer að leysast upp. Maður og kona hafa búið saman í fjölmörg hamingjusöm ár, en allt í einu er fótunum kippt undan þeim og allar bjargir virðast bannaðar.

Geir Gulliksen var tilnefndur til Norðurlandaverðlaunanna fyrir þessa bók. Hann hefur skrifað skáldsögur, leikrit, barnabækur og greinasöfn og verið tilnefndur til fjölda verðlauna.

Halla Kjartansdóttir þýddi úr norsku.

Geir Gulliksen

Svo vel skrifuð að það verður óþægilegt (…) lesandinn verður vandræðalegur yfir opinskáum kynlífslýsingunum. 

– Dagbladet

Hnífskörp saga um ást, kynlíf og svik. 

– Dagsavisen

Sterk og grípandi lýsing á þögninni sem leggst yfir eftir átök í hjónabandi.

– Aftenposten

– Þetta er bók sem við gátum ekki lagt frá okkur, þó við værum ekki alveg viss um hvers vegna. Hún vakti mikla athygli í heimalandinu þegar hún kom út, fyrir 2 árum, og eiginlega enn meir styr þegar hún kom út í Svíþjóð í fyrra. Þetta er klassísk hjónabandssaga … því miður. Þarna er því líst hvernig gott hjónaband fer út af sporinu, þetta er eins og einhvers konar krufning og ákaflega athyglisverð lesning.

Ánægðir lesendur

Pin It on Pinterest

Share This