Saga af hjónabandi

Hvað er það sem gerist þegar tvær manneskjur sem vilja hvor annarri ekkert nema það besta og hafa byggt upp fallegt og náið samband, missa tökin á tilfinningalífi sínu? Er hægt að komast til botns í ástinni? Er hægt að hlaupast undan henni?

Saga af hjónabandi er ísköld krufning á hinu fullkomna ástarsambandi – sem skyndilega fer að leysast upp. Maður og kona hafa búið saman í fjölmörg hamingjusöm ár, en allt í einu er fótunum kippt undan þeim og allar bjargir virðast bannaðar.

Geir Gulliksen var tilnefndur til Norðurlandaverðlauna fyrir bókina.

Þýðandi: Halla Kjartansdóttir
Kápuhönnun: Ólafur Unnar Kristjánsson
ISBN: 978-9935-488-08-4
189 bls.
Útgáfuár: 2017

 

Geir Gulliksen

Saga af hjónabandi er með eindæmum vel skrifuð, þrauthugsuð og meitluð saga. Hún ætti að höfða til allra sem hafa áhuga á hjónabandinu og ástinni, og eiginlega líka til þeirra sem einfaldlega hafa gaman af að lesa flottan og djúphugsaðan texta.

Kolbrún Bergþórsdóttir

DV

Saga af hjónabandi er fáránlega vel kjörnuð krufning á tilfinningalífi manneskju sem telur sig hafa fundið nýja uppskrift að hamingjunni og svo heiminum sem byrjar að hrynja þegar í ljós kemur að ástin getur aldrei verið hluti af uppskrift.

Halla Harðardóttir

Rás 1

Pin It on Pinterest

Share This