Bönd

Vanda og Aldo hafa verið gift í áratugi. Yfirborðið er sæmilega slétt og fellt en undir því kraumar óuppgerð saga. Bönd er þrettánda skáldsaga Domenico Starnone, stutt en áhrifamikil bók um sambönd, fjölskyldubönd, ást og óhjákvæmilegar afleiðingar svika.

Starnone er einn virtasti höfundur Ítala, handhafi Strega-verðlaunanna. 

Bókin kom út í enskri þýðingu skáldkonunnar Jhumpa Lahiri árið 2017 og var valin ein af bókum ársins af stórblöðunum The Sunday Times, The New York Times og Kirkus.

„Einstaklega fágaður texti með miskunnarlaust sterkri sögu. Stór list – lítil bók.“
Bergsveinn Birgisson, rithöfundur

Halla Kjartansdóttir þýðir úr ítölsku.

Domenico Starnone


„Hnífbeitt saga af hjónabandsvandræðum.“

The Guardian


„Skörp og vel skrifuð skáldsaga.“

The Times

„Dásamleg lýsing á hjónabandi, tryggð, heiðarleika og sannleika.“

Kirkus

Pin It on Pinterest

Share This