Aksturslag innfæddra

Aksturslag innfæddra

Bókin Aksturslag innfæddra eftir Þórdísi Gísladóttur er smásagnasafn sem kom út árið 2023 hjá Benedikt bókaútgáfu. Í bókinni eru sjö smásögur sem allar eru sprottnar úr raunveruleikanum.

Við sögu kemur fjölbreyttur hópur fólks sem lesendur kannast hugsanlega við. Sögurnar segja frá stuttum tímabilum eða einstökum viðburðum í lífi sögupersóna, eða lýsa jafnvel heilli ævi.

Þórdís hefur getið sér orð fyrir að skrifa leikandi léttan texta sem einkennist af orðfimi og húmor og varpar nýstárlegu ljósi á hvunndaginn og samtímann. Verk hennar höfða til fjölbreytts hóps lesenda á öllum aldri.

Í þættinum Kiljan á RÚV var bókin tekin fyrir og gagnrýnandi lýsti henni sem „bráðskemmtilegu smásagnasafni“.

Mislæg gatnamót

Mislæg gatnamót

„Ég vildi óska að Þórdís Gísladóttir hefði skrifað 20 bækur … og ég ætti eftir að lesa þær allar.“
Jakob Birgisson.

Mislæg gatnamót er fimmta ljóðabók Þórdísar Gísladóttur, sem er einnig höfundur fjórðu bókarinnar um Randalín og Munda. Skáldsagan Horfið ekki í ljósið kom út á síðasta ári.

Hér fléttast saman hárbeitt og afhjúpandi ljóð, óvenjulegir minnislistar og hagnýt lífsstílráð sem hjálpa fólki að smjúga rétta leið eftir gatnamótum tilverunnar.

Randalín, Mundi og leyndarmálið

Randalín, Mundi og leyndarmálið

Hér segir frá spennandi og lærdómsríkum ævintýrum Randalínar og Munda. Þau eignast nýja vini, komast að leyndarmáli nágranna síns, stofna hljómsveit og átta sig á að hlutirnir eru ekki alltaf eins og fólk heldur í fyrstu.

Þetta er bók fyrir alla sem kunna að meta fyndnar og skemmtilegar sögur.

Þórarinn M. Baldursson myndskreytti.

Horfið ekki í ljósið

Horfið ekki í ljósið

Horfið ekki í ljósið er skáldsaga eftir Þórdísi Gísladóttur, gefin út árið 2018 af Benedikt bókaútgáfu. Bókin fjallar um Klöru, málvísindamann sem glímir við svefnleysi og rifjar upp ævi sína í gegnum minningabrot og hugleiðingar. Sagan dregur upp mynd af íslensku samfélagi síðustu áratuga með áherslu á þemu eins og svefnleysi, kjarnorkuvá og leyndarmál sem leynast í skúmaskotum. 

Þórdís hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar og hefur þrisvar sinnum verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Kápuhönnun: Ólafur Unnar Kristjánsson
Mynd á kápu: Ulrica Zwenger
ISBN: 978-9935-488-30-5
160 bls.

Óvissustig

Óvissustig

Árstíðir koma og fara
meðan fólk leitar að vormerkjum og haustlitum.
Víða hefur kvarnast úr sparistelli
og margt sem ætlað var til bráðabirgða
er orðið að föstum punktum í tilverunni.

Óvissustig er fjórða ljóðabók höfundar sem hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir sitt fyrsta verk og hefur tvívegis hlotið tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

2. sæti: Bóksalaverðlaunin, í flokki ljóða 2016

Kápuhönnun: Ólafur Unnar Kristjánsson
ISBN: 978-9935-488-03-9
60 bls.
Útgáfuár: 2016