Sara Björk og Magnús Örn

Sara Björk og Magnús Örn

Sara Björk Gunnarsdóttir og Magnús Örn Helgason komu saman að útgáfu bókarinnar Óstöðvandi – Sara Björk, sem kom út árið 2019 hjá Benedikt bókaútgáfu. Bókin er einlæg og fallega myndskreytt ævisaga Söru Bjarkar, fyrirliða íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu og íþróttamanns ársins 2018 og 2020.

Í Óstöðvandi segir Sara frá fótboltaferli sínum, allt frá fyrstu skrefum á Pæjumótinu í Hafnarfirði til þess að spila í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Hún deilir sigrum og vonbrigðum, átökum utan vallar, stuðningi fjölskyldu sinnar og glímunni við kvíða. Bókin hefur hlotið lof fyrir einlæga frásögn og vandaða framsetningu. 

Magnús Örn Helgason skrásetti söguna og þetta var frumraun hans sem rithöfundur. Hann hefur einnig gefið út bókina Hannes – handritið mitt, sem fjallar um Hannes Þór Halldórsson, markvörð íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu.

Bækur eftir sama höfund

Óstöðvandi – Sara Björk

Óstöðvandi – Sara Björk

Óstöðvandi - Sara Björk

Sara Björk var kosin íþróttamaður ársins öðru sinni, þann 29. desember 2020! Með fullu húsi stiga! Þetta er sögulegt. Til hamingju, Sara Björk! 

Sara Björk Gunnarsdóttir er fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu og íþróttamaður ársins 2018. Hér segir Sara frá fótboltaferlinum, allt frá Pæjumótinu til úrslitaleiks Meistaradeildar Evrópu. Stelpa úr Hafnarfirði lagði allt í sölurnar til að láta drauma sína rætast og verða ein besta fótboltakona heims.

Einlæg og fallega myndskreytt frásögn um sigra og vonbrigði, átök utan vallar, samrýmda fjölskyldu og glímuna við kvíða.

Magnús Örn Helgason skrásetti.

Bækur eftir sama höfund